Fréttir

KRACK WPA2 Veikleikinn – hvað þarf að gera?

Vegna KRACK veikleikans sem var opinberaður í gær (sjá https://www.krackattacks.com/) er rétt að benda kerfisstjórum og notendum almennt á að flestir veikleikarnir sem falla undir KRACK voru uppgötvaðir fyrr í sumar og framleiðendur netbúnaðar voru látnir vita af göllunum þá þegar.

Flestir framleiðendur eru því nú þegar með tilbúnar uppfærslur eða verða tilbúnir á næstu dögum.
Vegna þessa eru 0% líkur á að KRACK verði alvarlegur veikleiki í wifi-kerfum sem notendur munu lenda í “in the wild” á næstu vikum eða mánuðum.

Bithex vill benda notendum á að fylgjast með uppfærslum fyrir netbúnað og tæki á næstu dögum og uppfæra um leið og kostur er. Nánar um stöðu mismunandi framleiðenda sjá https://char.gd/blog/2017/wifi-has-been-broken-heres-the-companies-that-have-already-fixed-it.

Rétt er þó að benda fólki á að huga sérstaklega að tækjum sem uppfæra sig ekki sjálf, t.d. Internet-of-things tækjum, prenturum, embeded búnaði etc.

Og – enn og aftur – rétt er að brýna fyrir notendum að wifi er ekki öruggur samskiptastaðall yfir höfuð. Best er að umgangast wifi sem opið Internet og treysta á dulkóðun þar ofaná.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *